Skráðu þig í áskrift hér
-svo máttu endilega deila síðunni með öðru fólki:
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna, þar sem óveður, gestagangur, Sardinía og lestarferðir koma við sögu sem ekki verður sögð hér, komst föstudagshugleiðingin aldrei á leiðarenda fyrir helgi. Ég biðst forláts á því og hendi mér í efnið.
Hugleiðing dagsins fjallar um myndina hér að ofan, sem er ágætt tæki til að greina okkar eigin forréttindi og hindranir í ólíkum aðstæðum. Hér koma leiðbeiningar um hvernig við getum gert það.
Við byrjum á að skilgreina það sem við ætlum að greina, en það getur verið vinnustaðurinn okkar, skólinn, fjölskyldan, vinahópurinn eða hvað sem er. Í dag set ég inn samfélagið:
Svo skilgreinum við hvaða breytur það eru sem skapa mest forréttindi og/eða hindranir. Þetta geta verið ólíkir þættir, mögulega fleiri en myndin gerir ráð fyrir og þeir geta haft víxlverkandi áhrif hver á annan. Vissulega má rökræða þetta val, en hér hef ég sett inn þætti sem rannsóknir benda til að hafi afgerandi áhrif á stöðu fólks í íslensku samfélagi:
Næst skilgreinum við hvaða eiginleikar eru æskilegastir út frá þessum áhrifaþáttum, þ.e. minnst líklegir til að valda hindrunum, jaðarsetningu eða mismunun:
Að lokum met ég svo hvaða eiginleika ég uppfylli og sé þá hvaða þættir eru líklegir til að valda hindrunum fyrir mig í samfélaginu og hvaða forréttinda ég nýt:
Það er hollt og gott að vera meðvituð um samfélagsgerðina og hvernig hún skapar hindranir og forréttindi fyrir ólíka hópa og skoða hvað á við um okkur sjálf. Þannig getum við greint mótlæti, hindranir, jaðarsetningu eða mismunun sem við kunnum að verða fyrir og reynt að draga úr áhrifum þessara hluta á sjálfsmynd okkar. Ekki síður er mikilvægt að greina og skilja forréttindin okkar og átta okkur á að það er fullt af fólki sem mætir mótlæti, hindrunum, jaðarsetningu og mismunun sem við erum ólíkleg til að verða fyrir.
Ef við erum meðvituð um þetta, getum við lagt okkur fram um að reyna að draga úr hindrunum og skapa aðstæður þar sem allt fólk er metið að verðleikum og hefur raunverulega jöfn tækæifæri. Að þessu sögðu er ég farin í stutt frí, svo það verður engin hugleiðing á föstudaginn. Hafið það gott á meðan.
Bestu kveðjur,
Sóley
JUST Consulting, Stijn Buysstraat 8, 6512CP Nijmegen, Hollandi, s. +31 (0)645476373 - just@justconsulting.nl