Í HVERJU FELST RÁÐGJÖFIN?
Ráðgjöf Just Consulting felst í að finna leiðir til að forðast áhrif ómeðvitaðrar hlutdrægni á stefnumótun og daglega starfsemi svo hægt sé að koma til móts við fjölbreyttar þarfir og sjónarmið starfsfólks og viðskiptavina. Ráðgjöfin byggir á samþættri nálgun jafnréttissjónarmiða og er aðlöguð að aðstæðum viðskiptavina hverju sinni.
Hægt er að kaupa ráðgjöf í tímavinnu, en jafnframt er boðið upp á fastan aðgang, með gátlistum og fræðsluefni.
SÉRTÆK RÁÐGJÖF FYRIR VINNUSTAÐI
Boðið er upp á þrjár áskriftarleiðir fyrir fyrirtæki, með aðgangi að ráðgjöf, stuðningsefni og fræðslu.
UMMÆLI VIÐSKIPTAVINA
"Það er ómetanlegt að fá rýningu á efninu okkar.
Það er alltaf eitthvað sem okkur yfirsést, sama hvað við vöndum okkur."
"Ég þarf á svona ögrun að halda reglulega, annars dett ég bara í að gera hlutina eins og þeir hafa alltaf verið gerðir."
"Við þurfum alltaf að vera á tánum ef við eigum ekki að útiloka fólk frá þjónustu okkar."
"Það er ótrúlegt hvað við erum föst í því að finnast "karlastörf" miklu verðmætari en "kvennastörf"."