Öll fræðsla Just Consulting miðar að aukinni vitundarvakningu og hvatningu til þátttakenda um að leggja sitt af mörkum í þágu aukins fjölbreytileika og inngildingar.
Námskeiðin byggja á samþættri nálgun jafnréttissjónarmiða og eru aðlöguð að aðstæðum viðskiptavina hverju sinni.
Hagnýtt námskeið fyrir allt starfsfólk vinnustaðarins. Þátttakendum gefst færi á að læra um jafnrétti, fjölbreytileika og inngildingu, kynnast sjálfum sér og áhrifaríkum leiðum til að hafa jákvæð áhrif á vinnustaðarmenninguna.
Hagnýtt námskeið þar sem þátttakendum gefst færi á að kynnast sjálfum sér, áhrifaríkum leiðum til að verða betri fyrirmynd, takast á við erfið mál og stuðla að inngildandi vinnustaðarmenningu.
Hagnýtt námskeið þarf sem þátttakendum gefst færi á að rýna í eigin hlutverk og ábyrgð og kynnast áhrifaríkum leiðum til að takast á við mannauðsmál út frá jafnréttis- og fjölbreytileikasjónarmiðum.
Hægt er að bóka styttri fyrirlestra, m.a. um ómeðvitaða hlutdrægni, öráreiti, þriðju vaktina, gerendameðvirkni og sjálfvirk varnarviðbrögð fyrir allt starfsfólk. Fyrirlestrarnir eru ýmist fluttir gegnum fjarskiptamiðla eða á staðnum.
Rafrænt námskeið, sérsniðið fyrir rafræn fræðslukerfi um jafnrétti, fjölbreytileika og inngildingu. Nánar má lesa um uppbyggingu og innihald vefnámskeiðanna hér.
Hagnýtt námskeið sem styrkir skóla- og frístundafólk í að greina og skilja hvernig kyn, kynhneigð, kyntjáning, kynvitund, uppruni, litarhaft, tungumál, líkamsgerð og aðrar valdabreytur fléttast saman og hafa áhrif á tækifæri og þroska barna og unglinga.
“Frábært námskeið sem lét mig horfast í augu við óþægilega hluti. Ég get breytt mjög mörgu.”
“Ótrúlega margir áhugaverðir punktar sem ég get notað í daglegum störfum hér eftir.”
“Það er alltaf svo hvetjandi að hlusta á Sóleyju. Hún kynnir fólk alltaf fyrir nýjum mikilvægum vinklum.”
“Það þurfa að vera svona námskeið reglulega á öllum vinnustöðum.”
JUST Consulting, Stijn Buysstraat 8, 6512CP Nijmegen, Hollandi, s. +31 (0)645476373 - just@justconsulting.nl