Skráðu þig í áskrift hér
-svo máttu endilega deila síðunni með öðru fólki:
Í vikunni spurði þátttakandi á námskeiði hjá mér hvað væri hægt að gera til að bregðast við öllum óáþreifanlegu birtingarmyndunum sem karllæg vinnumenning hefur alið af sér. Það sé alveg nógu flókið að bregðast við því sem við vitum og getum útskýrt að sé rangt en sumt sé svo lúmskt að allar tilraunir til viðbragða geti hreinlega virst sem ofsóknarbrjálæði.
Þetta er vel þekkt vandamál og hefur alltaf staðið mannréttindabaráttu fyrir þrifum. Allt of mikil orka hefur farið í að skilgreina og útskýra vandamál og réttlæta baráttuna fyrir breytingum. Þess vegna er mikilvægt að við þekkjum þær greiningar og skilgreiningar sem til eru á birtingarmyndum karllægrar menningar og höldum áfram að byggja upp þekkingu og skilning á mikilvægi þess að uppræta þær.
Berit Ås er norskur femínisti og samfélagsrýnir og hefur stundum verið kölluð ljósmóðir norsku kvennahreyfingarinnar. Eitt af mörgu sem hún hefur áorkað er kenningin um drottnunaraðferðirnar fimm, þar sem hún greinir samskipti fólks í daglegu lífi. Drottnunaraðferðirnar eru greinilegastar þegar valdamisræmi er til staðar, sérstaklega þegar ríkjandi menningu er ögrað.
Það er mikilvægt að við þekkjum drottnunaraðferðirnar. Við þurfum að vera meðvituð um að við höfum öll tilhneigingu til að beita þeim og við þurfum að geta greint og bent á það þegar við verðum fyrir þeim.
Að upplifa sig sem ofsóknarbrjálaða þegar við verðum fyrir þessum aðferðum er mögulega vegna blöndu af 2 og 5. Að vita ekki hvort eigi að bregðast við eða ekki er líklega vegna 4: Ef þú bregst við geturðu búist við að verða fyrir 1, 2 og/eða 5 en ef þú bregst ekki við er líklegt að hegðunin og vanlíðanin sem hún veldur haldist óbreytt.
Vonandi gagnast þessi upprifjun fólki sem langar til að bæta eigin hegðun en líka þeim sem vilja geta bent á og krafist breytinga á þessum lúmsku birtingarmyndum karllægrar menningar.
Bestu kveðjur,
Sóley
JUST Consulting, Stijn Buysstraat 8, 6512CP Nijmegen, Hollandi, s. +31 (0)645476373 - just@justconsulting.nl