Skráðu þig í áskrift hér
-svo máttu endilega deila síðunni með öðru fólki:
JÓLAKVEÐJA FRÁ JUST CONSULTING
Nú þegar gott ár er senn á enda og annað bíður handan við hornið er við hæfi að þakka ykkur kæru lesendur, viðskiptavinir, ráðgjafar, fyrirmyndir, driffjaðrir, samstarfsfólk, fjölskylda, vinafólk og velunnarar fyrir allt sem þið hafið lagt af mörkum á árinu.
Það eru mögnuð forréttindi að geta unnið við það sem á hug minn og hjarta. Í ár hélt ég óteljandi námskeið og fyrirlestra, veitti ráðgjöf vegna auglýsinga, fræðsluefnis, ráðninga, stefnumótunar, átakamála, tungumálanotkunar og margt fleira. Ég naut hverrar mínútu í starfi (fyrir utan þá örfáu klukkutíma sem ég þurfti að sinna bókhaldi).
Skemmtilegasta nýjungin á árinu var námskeiðið sem ég hélt með Helgu Björgu Ragnarsdóttur, vinkonu minni og framkvæmdastýru Jafnlaunastofu, í Otterlo í Hollandi. Þar tókum við á móti frábærum hópi mannauðsfólks sem fór heim með þekkingu, innblástur og tengingar sem vonandi munu nýtast til frambúðar.
Hér fyrir neðan má sjá sitt lítið að hverju um árið sem er að líða, áramótaheit og plan fyrir næsta ár. Listi yfir mest lesnu hugleiðingarnar sýnir enn og aftur mikilvægi þess að greina og skilja og hafa hugtök yfir það sem þarf að ræða. Þrjú ný hugtök eru á topp tíu listanum, sem að öðru leyti ber þess merki að tvennar kosningar fóru fram á árinu.
Ég kveð þetta ár full þakklætis, bjartsýni og tillhlökkunar. Ég vona að þið hafið það sem allra best yfir hátíðirnar og að næsta ár færi ykkur farsæld, frið og öryggi, mátulega mikið af áskorunum og ekki síst hugrekki, kraft og úthald til að takast á við þær.
Bestu kveðjur,
Sóley
Áramótaheitið er að gefa loksins út bók. Ég hef ekki ákveðið hvað hún á að heita en veit svona um það bil hvað hún mun innihalda.
Í bókinni fjalla ég um valdakerfi, viðmið, gildi, frávik, hindranir, útilokun, sjónarhorn, staðsetningu, inngildingu, hlutdrægni, öráreiti, varnarviðbrögð, tempraða róttæklinga, óþægindi, auðmýkt, jafnvægi og margt fleira.
Ef þú vilt að ég taki fyrir eitthvað sérstakt viðfangsefni máttu gjarnan senda mér póst.
Til viðbótar við hefðbundin námskeið, sem hægt er að
lesa um hér og eru alltaf aðlöguð að þörfum og aðstæðum viðskiptavina, verður boðið upp á mannauðsnámskeið í Hollandi í vor.
Auk þess hef ég verið að þróa námskeið fyrir skóla- og frístundafólk, þar sem ég fjalla um hvernig hægt er að takmarka áhrif ómeðvitaðrar hlutdrægni, staðalmynda og öráreitis á börn og unglinga.
Í vor stefni ég á að vera á Íslandi á eftirfarandi tímabilum:
1.- 15. febrúar
1.-15. mars
1.-10. apríl
1.-8. maí
Endilega hafið samband ef þið viljið bóka námskeið, fyrirlestur, spjall eða fund. Ég er til í að skoða allt sem getur gagnast í þágu jafnréttis, fjölbreytileika og inngildingar í samfélaginu.
Hér er listi yfir mest lesnu hugleiðingar ársins:
1. Hugleiðing vikunnar:
Yfirtaka orðræðunnar (e. hijacking)
2. Hugtak vikunnar:
Forréttindafirring
3. Hugleiðing vikunnar:
Skautun sem réttlæting hægri öfga
4. Hugtak vikunnar:
Pólítískt hundaflaut
5. Hugleiðing vikunnar:
Mannréttindabrot sem stefnumál?
6. Hugleiðing vikunnar:
Handtökur sumarsins
7. Hugleiðing vikunnar:
Empty nest syndrome
8. Hugleiðing vikunnar:
Nýr forseti
9. Kosningar vikunnar:
Ekki á kostnað mannréttinda
10. Minningarorð um
Guðrúnu Jónsdóttur
JUST Consulting, Stijn Buysstraat 8, 6512CP Nijmegen, Hollandi, s. +31 (0)645476373 - just@justconsulting.nl