Skráðu þig í áskrift hér
-svo máttu endilega deila síðunni með öðru fólki:
Ein algengasta birtingarmynd ómeðvitaðrar hlutdrægni (e. implicit bias) eru öráreiti (e. micro-aggressions). Spurningar og athugasemdir sem við teljum vera jákvæð, til marks um hrós, áhuga eða forvitni en afhjúpa fordóma okkar eða skoðanir án þess að við áttum okkur á því.
Við lendum öll í að fá skrítnar athugasemdir og spurningar öðru hverju. En til að hægt sé að skilgreina það sem öráreiti þarf framkoman að uppfylla eftirfarandi:
Öráreiti eru geta haft umtalsverð áhrif á líf og líðan fólksins í kringum okkur án þess að við áttum okkur á því.
Öráreiti eru hversdagslegur veruleiki kvenna og jaðarsetts fólks. Athugasemdir (jafnvel hrós) fyrir útlit, fas og klæðaburð hafa mótandi áhrif á sjálfsmynd kvenna, óviðeigandi brandarar og áreitni sömuleiðis. Svart og búnt fólk og fólk sem ekki talar lýtalausa íslensku fær reglulegar spurningar og athugasemdir um uppruna sinn. Fatlað fólk fær hrós fyrir hversdagslega hegðun sem ófatlað fólk fengi aldrei. Samkynhneigt fólk fær athugasemdir um útlit og ábendingar um annað hinsegin fólk í ríkari mæli en gagnkynhneigt fólk.
Vídeóið hér að neðan skýrir fyrirbærið og áhrif þess ansi vel:
Fólk sem tilheyrir forréttindahópum talar stundum um að það sé nú líka til öfugur rasismi eða kvenremba sem hafi áhrif á þau. Það kann að vera til, en hefur ekki sömu áhrif.
Þó karlar eða hvítt fólk verði einstöku sinnum fyrir harkalegum athugasemdum hefur það ekki sömu áhrifin. Bæði vegna þess hversu sjaldan það gerist, en líka vegna þess að það hefur engin áhrif á stöðu þessara hópa. Karlar og hvítt fólk hefur að jafnaði meiri tækifæri, nýtur meiri virðingar og býr við meira öryggi en konur og svart og brúnt fólk.
Í vídeóinu hér að neðan má auk þess sjá hversu óraunverulegt það er að prófa að snúa algengum öráreitum gangnvart svörtu og brúnu fólki upp á hvítt fólk.
Það flókna við öráreiti er að þau eru stundum í lagi og stundum ekki. Það er stundum í lagi að spyrja hvaðan einhver komi og það er stundum í lagi að kalla konu elskuna sína. En alls ekki alltaf.
Það sem við getum gert er að læra um upplifanir og reynslu fólks sem verður fyrir öráreitum. Taka athugasemdum þeirra um það sem er viðeigandi og hitt sem er ekki viðeigandi. Vanda okkur og velta fyrir okkur hvernig við getum dregið úr því að ómeðvituð hlutdrægni okkar hafi áhrif á líf og líðan fólksins í kringum okkur. Það er flókið en spennandi viðfangsefni.
Bestu kveðjur,
Sóley
JUST Consulting, Stijn Buysstraat 8, 6512CP Nijmegen, Hollandi, s. +31 (0)645476373 - just@justconsulting.nl