FÖSTUDAGSHUGLEIÐINGAR UM FJÖLBREYTILEIKA

Skráðu þig í áskrift hér

-svo máttu endilega deila síðunni með öðru fólki:

VIÐFANGSEFNI VIKUNNAR: KÆRULEYSISÞJÁLFUN

Þessi hugleiðing, ef hugleiðingu skyldi kalla, er skrifuð í Hrísey eftir að hafa fylgst með hvölum skottast um Eyjafjörðinn á meðan ég drakk morgunkaffið. Ég hafði hugsað mér að skrifa hugleiðingu þó ég væri í fríi, en er hætt við. Ég ætla að æfa mig í kæruleysi og njóta samveru með vinkonum hér á norðurhjara í staðinn. Það er áskorun út af fyrir sig.


Til að svíkja ekki áskrifendur bendi ég á þessa grein sem ég skrifaði í Flóru útgáfu fyrir stuttu. Hún fjallar um jafnréttisiðnaðinn og breytt móttökuskilyrði samfélagsins. Að þó ég segi nákvæmlega sömu hluti í dag og ég gerði fyrir 20 árum hef ég breyst úr því að vera umdeild andófsmanneskja í sérfræðing sem veiti eftirsóknarverða ráðgjöf um jafnréttismál og fjölbreytileika á vinnustöðum.


Flóra útgáfa er líka vefsíða sem ég mæli eindregið með, enda full af frábæru efni.


Bestu kveðjur úr Hrísey,


Sóley

 

Þér er velkomið að deila færslunni með öðru fólki


HUGLEIÐINGAR LIÐINNA VIKNA

Eftir soleytomasdottir 11. apríl 2025
HUGLEIÐING VIKUNNAR: AF HVERJU INNGILDING?
Eftir soleytomasdottir 4. apríl 2025
LIÐ VIKUNNAR: TEAM PØLSA
Eftir soleytomasdottir 28. mars 2025
SPURNING VIKUNNAR: ERU KONUR AÐ TAKA YFIR?
ELDRI FÆRSLUR