FÖSTUDAGSHUGLEIÐINGAR UM FJÖLBREYTILEIKA
Skráðu þig í áskrift hér
-svo máttu endilega deila síðunni með öðru fólki:
VIÐFANGSEFNI VIKUNNAR: KÆRULEYSISÞJÁLFUN
Þessi hugleiðing, ef hugleiðingu skyldi kalla, er skrifuð í Hrísey eftir að hafa fylgst með hvölum skottast um Eyjafjörðinn á meðan ég drakk morgunkaffið. Ég hafði hugsað mér að skrifa hugleiðingu þó ég væri í fríi, en er hætt við. Ég ætla að æfa mig í kæruleysi og njóta samveru með vinkonum hér á norðurhjara í staðinn. Það er áskorun út af fyrir sig.
Til að svíkja ekki áskrifendur bendi ég á þessa grein sem ég skrifaði í Flóru útgáfu fyrir stuttu. Hún fjallar um jafnréttisiðnaðinn og breytt móttökuskilyrði samfélagsins. Að þó ég segi nákvæmlega sömu hluti í dag og ég gerði fyrir 20 árum hef ég breyst úr því að vera umdeild andófsmanneskja í sérfræðing sem veiti eftirsóknarverða ráðgjöf um jafnréttismál og fjölbreytileika á vinnustöðum.
Flóra útgáfa er líka vefsíða sem ég mæli eindregið með, enda full af frábæru efni.
Bestu kveðjur úr Hrísey,
Sóley
Þér er velkomið að deila færslunni með öðru fólki