Skráðu þig í áskrift hér
-svo máttu endilega deila síðunni með öðru fólki:
HUGLEIÐING VIKUNNAR: HATURSORÐRÆÐA OG HATURSGLÆPIR
Það eru tvær vikur síðan ég skrifaði um hatursorðræðu gegn hinsegin og kynsegin fólki á Íslandi. Ég beindi orðum mínum til forréttindafólks og hvatti til þess að við rýndum í hvað við gætum gert til að stuðla að auknum skilningi og virðingu gagnvart fjölbreytileika hinseginsamfélagsins. Þá hafði hatursorðræða dunið á Samtökunum '78 svo vikum skipti.
Þá skrifaði ég ekki um hversu hættuleg hatursorðræða er, enda grunaði mig ekki hversu hratt og hræðilega málin gætu þróast. Nú veit ég betur. Það er þyngra en tárum taki að á sjálfu Íslandi sé ekki hægt að tryggja öryggi fólks á samnorrænni ráðstefnu um málefni hinsegin fólks. Að fólk sé beitt ofbeldi fyrir það eitt að vera til.
Venjulega legg ég mig fram um að greina meira og enda á jákvæðum nótum. Hvetja fólk til að leggja eitthvað af mörkum og breyta einhverju. Auðvitað getum við gert allskonar, en við megum líka stundum vera bara soldið sorgmædd. Ég ætla að leyfa mér að vera það í smá stund og hvet ykkur til að hlusta á þessa nýútkomnu, sorglegu en áhrifaríku útgáfu af lagi
sem við tengjum venjuega við gleði, frelsi og fjölbreytileika. Í dag er tilefni til að gráta yfir fáfræði, fordómum, hatri og ofbeldi. Svo höldum við áfram, berjumst og byggjum upp.
Bestu kveðjur,
Sóley
JUST Consulting, Stijn Buysstraat 8, 6512CP Nijmegen, Hollandi, s. +31 (0)645476373 - just@justconsulting.nl