Skráðu þig í áskrift hér
-svo máttu endilega deila síðunni með öðru fólki:
HUGLEIÐING VIKUNNAR: ÁRAMÓTAUPPGJÖR
Að venju nota ég síðustu hugleiðingu ársins til að líta yfir farinn veg. Undanfarin þrjú ár af vikulegum skrifum hafa bara styrkt sannfæringu mína um mikilvægi þessa vettvangs. Hann virkar fyrir mig sem persónulegt greiningar- og útrásartæki, en hefur mjög greinilega haft talsverð áhrif á lesendur líka. Auk þess hef ég fengið mikil og sterk viðbrögð, ábendingar og gagnrýni sem hafa hjálpað mér að þróa sýn mína á jafnrétti, fjölbreytileika og inngildingu.
Á árinu voru eftirfarandi pistlar mest lesnir:
Innihald pistlanna er ansi fjölbreytt og engin auðsjáanleg þemu. Það er allt í lagi. Ég hafði gaman af að skrifa þá alla og er þakklát fyrir hvern einasta lesanda.
Ég óska ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og þakka kærlega fyrir samfylgdina fram til þessa. Saman skulum við svo halda áfram að stuðla að fjölbreyttara, sanngjarnara og meira inngildandi samfélagi á árinu 2024.
Bestu kveðjur,
Sóley
JUST Consulting, Stijn Buysstraat 8, 6512CP Nijmegen, Hollandi, s. +31 (0)645476373 - just@justconsulting.nl