Blog Layout

FÖSTUDAGSHUGLEIÐINGAR UM FJÖLBREYTILEIKA

Skráðu þig í áskrift hér

-svo máttu endilega deila síðunni með öðru fólki:

FRÉTTIR VIKUNNAR: FJÓRÐA VAKTIN HEFUR GÖNGU SÍNA

Hugleiðing vikunnar verður óhefðbundin að þessu sinni, umfjöllun um og auglýsing á hlaðvarpi okkar Þorsteins V. Einarssonar sem hóf göngu sína í vikunni. Í þáttunum rýnum við í málefni líðandi stundar og spjöllum um þau í sögulegu og fræðilegu samhengi.

Núna eru komnir út tveir þættir í áskrift. Annar fjallar um gildi kvennasamstöðu, kröfur um málefnalega og persónulega samstöðu og mýtuna um að konur séu konum verstar. Hinn þátturinn fjallar um naglalakkaða karla, hvort þar sé á ferðinni frelsandi aktívismi eða innihaldslaust menningarnám. Á næstu vikum munum við fjalla um aðgerðir í jafnréttismálum og bókina Entitled eftir Kate Manne.

Á 
þessari síðu er hægt að hlusta á kynningarþátt og gerast ákrifandi.



SLEPPA OG TREYSTA

Hugmyndin að hlaðvarpinu kemur frá Þorsteini sem sannfærði mig um að þetta sé góð hugmynd. Sjálf myndi ég helst bara vilja birta það sem mér finnst í aðsendri grein í útprentuðu dagblaði en það er víst úreld aðferð, enda önnur áhrifaríkari tæki og tól í boði. Ég viðurkenni að það hefur reynt svolítið á næstum fimmtuga konu að sleppa takinu og treysta því að þetta blessist allt saman.

Auðvitað vitum við ekkert hvað gerist. Kannski er lítill eða enginn áhugi fyrir þessu og þá hættum við bara. Það er enginn heimsendir. Endilega kíkið á síðuna og sjáið hvernig ykkur líst á. Þið megið líka endilega senda okkur hugmyndir að umræðuefnum og/eða ábendingar um það sem við gætum gert betur í þáttunum.

 
Bestu kveðjur,
Sóley

Þér er velkomið að deila færslunni með öðru fólki


HUGLEIÐINGAR LIÐINNA VIKNA

Eftir soleytomasdottir 15. nóvember 2024
 HUGTAK VIKUNNAR: FORRÉTTINDAFIRRING
Eftir soleytomasdottir 8. nóvember 2024
HUGLEIÐING VIKUNNAR: HITT FÓLKIÐ
Eftir soleytomasdottir 1. nóvember 2024
HUGLEIÐING VIKUNNAR: MANNRÉTTINDABROT SEM STEFNUMÁL?
ELDRI FÆRSLUR
Share by: