FÖSTUDAGSHUGLEIÐINGAR UM FJÖLBREYTILEIKA
Skráðu þig í áskrift hér
-svo máttu endilega deila síðunni með öðru fólki:
Ein af glærum námskeiðsins
MEÐMÆLI VIKUNNAR: GAGNRÆÐUNÁMSKEIÐ SAMTAKANNA ´78
Ég fór á gagnræðunámskeið hjá Samtökunum '78 í vikunni. Ég hélt ég væri ansi sjóuð í baráttunni, en þarna lærði ég ótrúlega margt gagnlegt.
Námskeiðið er hagnýtt, þar sem þátttakendur æfa sig í að verjast ósannindum, ómaklegum athugasemdum eða atlögu að hinsegin málefnum. Þar er fjallað um hatursorðræðu, hættulega orðræðu, móttökuskilyrði og marhópa. Um hvort, hvenær og hvernig hægt sé að svara jaðarsetjandi orðræðu og hvaða áhrif það hafi.
Markmið gagnræðu er ekki endilega að sannfæra andstæðinginn, heldur er hún forvörn gegn ofbeldi. Hún snýst um að leiðrétta rangfærslur og benda á önnur sjónarmið til að koma í veg fyrir að hættuleg orðræða breiðist út.
Það var aðdáunarvert og hvetjandi að hlusta á Þorbjörgu Þorvaldsdóttur tala um mikilvægi þess að byggja upp trú á fólk þegar fólk elur á vantrausti, að manneskjuvæða hópa þegar reynt er að afmennskjuvæða fólk, að vera kurteis þegar fólk er ókurteist, að svara upphrópunum af yfirvegun og falsfréttum með staðreyndum.
HAGNÝTAR LEIÐIR
Í námskeiðinu fá þátttakendur að æfa sig við að fatta upp á svörum og beita eftirfarandi gagnræðuaðferðum:
- Að bjóða upp á annað sjónarmið
- Að kalla eftir stillingu
- Að spyrja spurninga
- Að leiðrétta rangfærslur
Þetta voru krefjandi æfingar, en að loknu námskeiði gengu þátttakendur út með tæki og þekkingu sem gera okkur kleift að taka afstöðu með hinsegin málefnum og í raun öllu jaðarsettu fólki.
SKRÁNING
Kvöldstund hjá Samtökunum '78 er vel varið. Hér er hægt er aðaflafrekari upplýsinga um námskeiðin sem eru haldin u.þ.b. mánaðarlega. Takk fyrir mig kæru samtök, ég lofa að vera dugleg að nýta það sem ég lærði hjá ykkur.
Bestu kveðjur,
Sóley
Þér er velkomið að deila færslunni með öðru fólki