FÖSTUDAGSHUGLEIÐINGAR UM FJÖLBREYTILEIKA

Skráðu þig í áskrift hér

-svo máttu endilega deila síðunni með öðru fólki:


HUGLEIÐING VIKUNNAR: JÓLAKVEÐJA

Það er helst til snúið að gera upp árið sem er að líða. Það gerðist mjög margt gott og fallegt, en því miður líka mjög margt vont og ljótt.

Það hefur verið hræðilegt að fylgjast með þjóðarmorði Ísraelshers á Gasa, aðför bandarískra stjórnvalda að minnihlutahópum og uppgangi harðlínuhægris allt í kringum okkur. Það er óhugnarlegt að sjá sk. mannhvel (e. manosphere) soga til sín unga karla með upphafningu á græðgi, styrk og einstaklingshyggju á kostnað samkenndar, samstöðu og samfélagslegrar ábyrgðar.

Á sama tíma hefur verið stórkostlegt að fylgjast með einstaklingum, samtökum og stofnunum taka höndum saman gegn öllu þessu. Að sjá kirkjuna standa með hinsegin samfélaginu, að sjá ríkissjónvarpið standa með Palestínu og að sjá aukið samstarf grasrótarsamtaka, listafólks og aktívista í þágu jafnréttis, fjölbreytileika og inngildingar á Íslandi.
 

RAUNSÆ JÁKVÆÐNI


Ég trúi því að næsta ár verði gott. Að við byggjum í sameiningu upp aðeins meira öryggi fyrir jaðarsett fólk, aukum skilning á fjölbreytileikanum og virðingu fyrir ólíkum reynsluheimi, þörfum og aðstæðum. Að við stöndum vörð um þau mannréttindi sem hafa áunnist og vinnum áfram í því sem uppá vantar.

Þetta mun ekki gerast að sjálfu sér. Við þurfum að standa saman og leggja okkur fram um að leiðrétta rangfærslur, greina, útskýra, mótmæla og tala fyrir góðu samfélagi fyrir okkur öll. Sjálf ætla ég að leggja mig fram og hvet ykkur, kæru lesendur til að setja ykkur markmið um eitthvað eitt í þágu jafnréttis og inngildingar.
 

TAKK FYRIR ÁRIÐ


Sjálf er ég þakklát fyrir árið sem er að líða. Ég er er við góða heilsu og á skemmtilegt starf, góða fjölskyldu, vinkonur, vini og ekki síst ykkur, kæru lesendur. Takk fyrir samfylgdina á árinu, hafið það sem allra best yfir hátíðirnar og megi nýja árið verða ykkur gott.
 
Bestu kveðjur,
Sóley


Þér er velkomið að deila færslunni með öðru fólki


HUGLEIÐINGAR LIÐINNA VIKNA

Eftir soleytomasdottir 12. desember 2025
HUGLEIÐING VIKUNNAR: BLESS JÚRÓVISJÓN
Eftir soleytomasdottir 5. desember 2025
HUGLEIÐING VIKUNNAR: MEIRA UM TÖFRALAUSNIR
Eftir soleytomasdottir 28. nóvember 2025
HUGLEIÐING VIKUNNAR: FÆÐINGARORLOF
ELDRI FÆRSLUR