EINSTAKLINGAR

NÁMSKEIÐ OG ÞJÓNUSTA VIÐ EINSTAKLINGA

Just Consulting veitir einstaklingsbundna ráðgjöf, jafnt til fólks sem upplifir einhvers konar jaðarsetningu, útilokun eða mismunun eða fólks sem vill þroska inngildandi vinnubrögð í daglegum störfum. Ráðgjöfin getur varðað afmörkuð og tímabundin úrlausnarefni eða falist í samtali/þjálfun yfir lengri tíma. Frekari upplýsingar um ráðgjöfina má nálgast í tölvupósti.


Jafnframt er reglulega boðið upp á fræðslu fyrir einstaklinga en hér að neðan má nálgast yfirlit yfir námskeiðin framundan.

  • SKÓLA- OG FRÍSTUNDAFÓLK 23. OKTÓBER 2024

    Námskeið sem styrkir skóla- og frístundafólk í að greina og skilja hvernig kyn, kynhneigð, kyntjáning, kynvitund, uppruni, litarhaft, tungumál, líkamsgerð og aðrar valdabreytur fléttast saman og hafa áhrif á tækifæri og þroska nemenda.


    Fjallað verður um hvernig hægt er að takast á við og beita sér gegn neikvæðum áhrifum ómeðvitaðrar hlutdrægni og staðalmynda í skólastarfi.


    Miðvikudaginn 23. október, kl. 9.30-12.00


    Verð kr. 29.900,-


    Kennari: Sóley Tómasdóttir, uppeldis-, kynja- og fjölbreytileikafræðingur

    SKRÁNING HÉR
  • MANNAUÐSFERÐ TIL HOLLANDS 27. MAÍ 2025

    Vornámskeið fyrir mannauðsfólk um inngildandi vinnustaðarmenningu og sanngjarnt verðmætamat á vinnustöðum. Fjallað verður um leiðir til að stuðla að vitundarvakningu, áhuga og skuldbindingu meðal alls starfsfólks.


    Námskeiðið er haldið á fallegu hóteli í litlu þorpi við þjóðgarð í Hollandi. Innifalið í verði er námskeið, gisting og máltíðir tilgreindar í dagskrá. Bókun og skipulag flugferða er á ábyrgð þátttakenda.


    27.-30. maí 2025 í Otterlo, Hollandi


    Verð í einbýli, €1900,-

    Verð í tvíbýli, €1700,-


    SKRÁNING HÉR
Share by: