Just Consulting veitir einstaklingsbundna ráðgjöf, jafnt til fólks sem upplifir einhvers konar jaðarsetningu, útilokun eða mismunun eða fólks sem vill þroska inngildandi vinnubrögð í daglegum störfum. Ráðgjöfin getur varðað afmörkuð og tímabundin úrlausnarefni eða falist í samtali/þjálfun yfir lengri tíma. Frekari upplýsingar um ráðgjöfina má nálgast í tölvupósti.
Jafnframt er reglulega boðið upp á fræðslu fyrir einstaklinga en hér að neðan má nálgast yfirlit yfir námskeiðin framundan.
Vornámskeið fyrir mannauðsfólk um inngildandi vinnustaðarmenningu og sanngjarnt verðmætamat á vinnustöðum. Fjallað verður um leiðir til að stuðla að vitundarvakningu, áhuga og skuldbindingu meðal alls starfsfólks.
Námskeiðið er haldið á fallegu hóteli í litlu þorpi við þjóðgarð í Hollandi. Innifalið í verði er námskeið, gisting og máltíðir tilgreindar í dagskrá. Bókun og skipulag flugferða er á ábyrgð þátttakenda.
Dagskrá:
Þriðjudagur 27. maí
14.30 Innritun á Hotel de Sterrenberg
16.00 Kynning á dagskrá og samhristingur
18.00 Kvöldverður á Cépes
Miðvikudagur 28. maí
08.30 - Morgunverður
10.00 - Námskeið - Sóley Tómasdóttir
12.30 - Hádegisverður
13.30 - Námskeið - Sóley Tómasdóttir
16.00 - Frjáls tími
19.00 - Kvöldverður á Cépes
Fimmtudagur 29. maí
08.30 - Morgunverður
10.00 - Námskeið - Sóley Tómasdóttir
11.00 - Námskeið - Helga Björg O. Ragnarsdóttir
12.30 - Hádegisverður
13.30 - Hvernig ætlum við að nýta það sem við höfum lært?
16.00 - Frjáls tími
Föstudagur 30. maí
08.30 - Morgunverður
10.00 - Heimferð
Verð í einbýli, €1900,-
Verð í tvíbýli, €1700,-
Skráningarfrestur rennur út á miðnætti 15. febrúar.
Greiða þarf €700/900,- í staðfestingargjald fyrir 1. mars 2025 og alla upphæðina fyrir 1. maí 2025. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt.
Gera má ráð fyrir að stéttarfélög, fræðslusjóðir og vinnustaðir taki þátt í kostnaði vegna námskeiðsins.
JUST Consulting, Stijn Buysstraat 8, 6512CP Nijmegen, Hollandi, s. +31 (0)645476373 - just@justconsulting.nl